Hoppa yfir valmynd

13.09.2023

Alþjóðleg ráðstefna Carbfix um steindabindingu koldíoxíðs

Fyrsta alþjóðlega ráðstefna Carbfix um steindabindingu koldíoxíðs (CO2) fer fram í Hörpu 14.-15. september.

Á ráðstefnunni mun alþjóðlegur hópur leiðandi aðila í vísindum, opinberri stefnumótun, iðnaði og samtaka sem beita sér fyrir loftslagsaðgerðum ræða stöðu steindabindingar CO2 í jörðu og tækifærin til að beita henni í baráttunni gegn loftslagsvánni. 

 

Carbfix hefur frá árinu 2006 verið leiðandi í rannsóknum, þróun og innleiðingu steindabindingar CO2 í jörðu. Carbfix-aðferðin gengur út á að hraða náttúrulegu ferli sem umbreytir CO2 í kolefnissteindir neðanjarðar og vinna þannig gegn loftslagsbreytingum. 

 

Á meðal 38 frummælenda og pallborðsgesta á ráðstefnunni, hægt að nálgast fulla dagskrá hér.

 

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að stöðu og tækifærum steindabindingar CO2 í jörðu frá sjónarhóli vísinda, tækni og opinbers regluverks. 

 

Steindabinding CO2 í jörðu er ekki lengur aðeins fræðilegur möguleiki heldur er komin áralöng reynsla á hana sem raunhæfa nálgun. Hún felur í sér mikil og að mestu leyti ónýtt tækifæri til öruggrar og varanlegrar bindingar á CO2. Loftslagsmarkmið heimsins munu ekki nást nema henni verði beitt í stórum stíl, til viðbótar við aðrar aðgerðir. 

 

Öll sæti á ráðstefnuna í Hörpu eru bókuð. Hægt er að skrá sig til rafrænnar þátttöku (streymi), og fá upplýsingar um dagskrá, frummælendur og pallborðsgesti, á vef Carbfix, www.carbfix.com og með því að smella hér.

 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.