Hoppa yfir valmynd

02.02.2023

Fyrsta umhverfismat sinnar tegundar á Íslandi

Skipulagsstofnun auglýsti í dag 2. febrúar umhverfismatsskýrslu Carbfix vegna umhverfismats niðurdælingar á CO2 til geymslu á Hellisheiði. Þetta er fyrsta umhverfismat sinnar tegundar á Íslandi.

Skipulagsstofnun auglýsti í dag 2. febrúar umhverfismatsskýrslu Carbfix vegna umhverfismats niðurdælingar á CO2 til geymslu á Hellisheiði. Þetta er fyrsta umhverfismat sinnar tegundar á Íslandi. Í umhverfismatinu er áformum Carbfix á Hellisheiði lýst og áhrif þeirra á umhverfið metin.

Carbfix hvetur öll sem áhuga hafa að kynna sér framkvæmdina. Umhverfismatsskýrslan ásamt viðaukum er aðgengileg á vefsíðu Skipulagsstofnunar .

Carbfix hefur tekið saman helstu efnistök hennar á aðgengilegan hátt á heimasíðu Carbfix.

Öllum er frjálst að veita umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar, með því að senda tölvupóst á skipulag@skipulag.is eigi síðar en 17. mars næstkomandi. 

Carbfix vekur athygli á að haldið verður opið hús þar sem framkvæmdin er kynnt og fulltrúar Carbfix sitja fyrir svörum í húsakynnum OR að Bæjarhálsi 1, 21. febrúar n.k. milli 16 og 18 og eru öll velkomin.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.