Hoppa yfir valmynd

04.10.2023

Carbfix hlaut norrænu Blaze-verðlaunin

Carbfix hlautnorrænu Blaze-jafnréttisverðlauniní flokknum „Guardian“. Úrslitin voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Osló síðastliðinn laugardag, 30. september.

Guardian-verðlaunin eru veitt fyrirtækjum eða einstaklingum sem vinna að sjálfbærni, loftslagsmálum og umhverfisvernd, með áherslu á tengsl fjölbreytileika, inngildingar og loftslagsverndar.

Norsku samtökin Diversify veittu verðlaunin en meginmarkmið þeirra er að varpa ljósi á brautryðjendur, bæði fyrirtæki og einstaklinga, sem skara fram úr og vinna markvisst að því að stuðla að fjölbreytileika, jafnfrétti, loftslagsmálum og umhverfisvernd. 

Markmið Carbfix er að vera leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Carbfix hefur síðan 2012 bundið yfir 90 þúsund tonn af CO2 á Íslandi með eigin tækni sem felur í sér örugga, sannreynda og hagkvæma leið til varanlegrar kolefnisbindingar. 

Fulltrúar fjögurra annarra Norðurlanda kepptu um Guardian-verðlaunin eftir að hafa orðið hlutskörpust hvert í sínu landi: Tomra frá Noregi, Center for Sustainability Research (SEE) frá Svíðþjóð, Stora Enso frá Finnlandi og Organic Basics frá Danmörku.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.