Hoppa yfir valmynd

Carbfix og úrgangur

Carbfix og Sorpa, sem sér um meðhöndlun úrgangs á Reykjavíkursvæðinu, munu hefja föngun og förgun á CO2 frá urðunarstað á Álfsnesi, nálægt Reykjavík. CO2 er þar aukaafurð eftir metanframleiðslu úr lífrænum úrgangi, en metanið er selt á markaði. CO2 verður fangað í lofthreinsistöð hjá urðunarstað Sorpu og dælt niður í jörðina fyrir steinrenningu. Tilraunir hefjast árið 2022 og verður 3.500 tonnum og síðar allt að 7.500 tonnum af CO2 fargað. Þetta verkefni mun minnka kolefnisfótspor heimilissorps og metið verður hvort hægt sé að gefa úr vottaðar kolefniseiningar í tengslum við verkefnið.

Þetta verkefni er þverfaglegt samstarf milli Carbfix, Sorpu, iCert og GeoEnergy með stuðningi frá alþjóðlegum umhverfismörkuðum. Það er styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands.

Carbfix í eldra bergi í fyrsta skipti

Þetta verkefni mun í fyrsta skipti sýna fram á virkni Carbfix tækninnar í eldra bergi með minna holrými en áður hefur verið prófað. Að auki er unnið með CO2 sem er hvorki unnið úr jarðhita né fengið frá loftsugum (e. Direct Air Capture, DAC) í fyrsta sinn. Árangursrík innleiðing tækninnar í þessu bergi og frá úrgangi mun hafa mikilvæga möguleika fyrir beitingu Carbfix tækninnar um allan heim.

Kolefniseiningar

Hluti af þessu verkefni er að þróa staðlaðan og tæknilegan ramma fyrir lausnir gegn loftlagshlýnun. Markmiðið er að gera vottaðar kolefniseiningar aðgengilegar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Tæknilausn verður þróuð til að fanga CO2 frá lífrænum úrgangi við aðstöðu Sorpu í Álfsnesi og dæla því neðanjarðar til varanlegrar steindabindingar með Carbfix aðferðinni. Verkefnið mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um þúsundir tonna á ári og mynda grunninn að kolefnisjöfnunaráætlun sem er bæði varanleg og mælanleg í rauntíma.