Hoppa yfir valmynd

22.06.2021

Virkni Carbfix tækninnar með sjó

Ný rannsókn eftir Martin Voigt og fleiri var að birtast og sýnir notkun sjós fyrir Carbfix tæknina. Niðurdæling af sjó og uppleystu CO2 í basalt gæti verið árangursrík nálgun fyrir varanlega geymslu af CO2 með steinrenningu! Þetta eru mikilvægar niðurstöður fyrir framtíð Carbfix þar sem ferskvatn er af skornum skammti á mörgum svæðum um allan heim.

Dr. Martin Voigt er nýdoktor í jarðefnafræði í Háskóla Íslands og við hlið Dr. Sigurðar Gíslasonar rannsóknarprófessors og vísindafólks í CNRS í Toulouse hafa unnið að þessum rannsóknum um nokkurt skeið. Rannsóknirnar voru að hluta til styrktar af H2020 verkefninu CarbFix2.

Sjór eykur notagildið

Carbfix tæknin krefst verulegs magns af vatni til að leysa upp CO2 og dæla í basalt. Notkun sjávar í stað ferskvatns er mikilvægt á svæðum þar sem er skortur á vatni og víkkar út notagildi á fleiri svæði um allan heim, bæði strandsvæði og hafsbotni.

Sigurður segir að svæði eins og Vestur-Indland, Sádí Arabía, Vesturströnd Bandaríkjanna og Síbería sýna mikla fýsileika fyrir Carbfix tæknina þar sem þar eru bæði basalt og eru nálægt hafinu. Að auki þekur basalt mestan hluta hafsbotnsins og um ~5% heimsálfanna.

„Þetta hefur mikla þýðingu bæði fyrir hugsanlega framtíð hérna á Íslandi í þessari aðferð en ekki síður ef við ætlum að gera þetta annars staðar í heiminum þar sem er miklu meiri losun á koltdíoxíði og þar sem er öskrað á mann að það þurfi lausnir og helst bara í dag,“ segir Sigurður.

Vettvangstilraunir á næsta ári

Þessar tilraunaniðurstöður og nýlegar niðurstöður úr líkönum frá nýdoktor hjá CNRS, Dr. Chiara Marieni og fleiri, byggja upp vísindalegan grundvöll fyrir notkun sjós til að leysa upp CO2 fyrir niðurdælingu.

Rannsóknir á notkun sjós fyrir Carbfix tæknina eru enn í gangi þar sem verða vettvangstilraunir á Reykjanesskaga árið 2022.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.