Hoppa yfir valmynd

16.11.2023

Edda Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix á lista TIME yfir 100 áhrifamestu viðskiptaleiðtoga á sviði loftslagsmála

Tímaritið TIME hefur í fyrsta sinn birt lista yfir 100 áhrifamestu viðskiptaleiðtoga heims á sviði loftslagsmála, en þeirra á meðal er Edda Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.

Ritstjórar og fréttamenn TIME fengu tilnefningar og meðmæli frá leiðtogum í iðnaði, samtökum á borð við Global Optimism og The B Team, og frá ráðgjafanefnd TIMECO2. Við valið var horft til þátta á borð við hversu nýlega viðkomandi hefur náð árangri, umfang árangurs og áhrifa viðkomandi.

Listinn hefur verið birtur á heimasíðunni Time.com, á slóðinni time.com/time100-climate , og mun birtast í desemberhefti tímaritsins sem verður dreift 24. nóvember.

Viðtal við Eddu Sif Pind Aradóttir, má finna hér á heimasíðu www.Time.com

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.