Hoppa yfir valmynd

28.05.2021

Fjármálaráðherra í heimsókn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti í heimsókn til okkar í Hellisheiðarvirkjun í gærmorgun til þess að kynna sér starfsemi Carbfix. Edda Sif framkvæmdastýra Carbfix og Bjarni Bjarnason forstjóri OR tóku á móti ráðherranum sem fékk stutta kynningu í kjölfarið. Síðan var farið að niðurdælingarholu Carbfix og Bjarna sýnd tæknin eins og hún virkar.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.