Hoppa yfir valmynd

Förgunarver

Carbfix hefur kortlagt hentugar staðsetningar fyrir stórskala miðstöðvar fyrir kolefnisförgun. Þessi förgunarver eru hönnuð til að taka á móti miklu magni af CO2 sem flutt er með sérútbúnum skipum eða leiðslum, sem síðan er hægt að dæla niður og breyta í stein. Stefnt er á að fyrsta förgunarverið af þessu tagi verði í Straumsvík en hún mun taka á móti CO2 sem berst sjóleiðina frá Bretlandi og Norður-Evrópu. Hagkvæmni Carbfix aðferðarinnar gerir flutning yfir slíkar vegalengdir fýsilegan.

Stórskala förgun með Carbfix aðferðinni hefur einstaka kosti fram yfir hefðbundna geymslu koldíoxíðs

Sveigjanleiki

Stækkanlegt netkerfi grunnra niðurdælingarbrunna á landi tryggja sveigjanleika í rekstri og draga úr áhættu.

Skalanleiki

Hægt er að hefja niðurdælingu á smáum skala og auka getuna upp í milljónir tonna af CO2 á ári með auðveldum hætti.

Lítil áhætta

Lágur stofnkostnaður takmarkar fjárhagslega áhættu. Jarðskjálftavirkni er lágmörkuð og engin hætta á leka.

Með netkerfi grunnra niðurdælingahola er auðvelt að skala upp förgunarver í skipulögðum skrefum.

Sannreyndar og prófaðar aðferðir til að meta og greina árangur.

Ólíkt hefðbundinni niðurdælingu, þar sem CO2 er dælt í fljótandi formi ofan í tómar olíu- eða gaslindir, reiðir Carbfix sig á grynnri borholur og ódýrari efni í leiðslur og lagnir. Gasið er leyst upp í vatni neðanjarðar með hugverkavarinni aðferð.