Hoppa yfir valmynd

Carbfix teymið

Dr. Edda Sif Pind Aradóttir

Framkvæmdastjóri

Edda er efnaverkfræðingur. Hún var áður verkefnastjóri tilraunaverkefnisins Carbfix og var teymisstjóri framtíðarsýnar og nýsköpunar á Þróunarsviði Orkuveitu Reykjavíkur

Dr. Bergur Sigfússon

Yfir CO2 föngun og niðurdælingu

Bergur er jarðefnafræðingur. Hann hefur áralanga reynslu af nýsköpun og tækniþróun í tengslum við föngun CO2 og niðurdælingu sem og af jarðhitavirkjunum.

Dr. Kári Helgason

Yfir rannsókn og þróun

Kári er stjarneðlisfræðingur að mennt og hefur unnið á þeim vettvangi bæði hjá NASA í Bandaríkjunum og við Max Planck stjarnvísindastofnunina í Þýskalandi. Kári sá um rekstur rannsókna- og þróunarverkefna hjá Orkuveitu Reykjavíkur áður en hann gekk til liðs við Carbfix þegar fyrirtækið var stofnað sem dótturfyrirtæki OR. Þar vinnur hann að frekari þróun á Carbfix tækninni auk þess innleiða hana sem loftslagslausn á stórum skala á heimsvísu.

Dr. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir

Yfir CO2 förgun

Sandra er jarðfræðingur. Hún hefur mikla reynslu í að sjá um fýsileika kannanir, greina einkenni vettvangs, boranir og eftirlit í tengslum við fyrirhugaða eða yfirstandandi niðurdælingu á CO2.

Kristinn Ingi Lárusson

Yfir viðskiptaþróun

Kristinn er með MBA gráðu og yfirgripsmikla rekstrarreynslu, meðal annars er snýr að viðskiptaþróun, fjármögnun, fjárfestingar- og bankastarfsemi.

Magnús Þór Arnarson

Verkefnastjórnun fjárfestingaverkefna 

Magnús er menntaður efnaverkfræðingur ásamt þvi að vera vélfræðingur og vélsmíðameistari. Síðastliðin fimmtán ár hefur megin áhersla hans verið á kerfishönnun og þá aðalega í tilraunaverkefnum og síðar verkefni í iðnaðarskala ásamt verkefnastjórnun og eftirfylgni verkefna.

Ragna Björk Bragadóttir

Verkefnastjórnun nýsköpunarverkefna

Ragna Björk er Orkuverkfræðingur með áherslu á jarðhita, forðafræði og líkanagerð. Hún hefur að mestu starfað við verkefnastjórn nýsköpunarverkefna.

Thomas Ratouis

Forðafræðirannsóknir

Thomas er forðafræðingur. Hann hefur mikla reynslu af líkindagerð af yfirborðsferlum (THC) í jarðhita- og CO2 bindingu.

Dr. Martin Voigt

Jarðefnafræðingur

Martin er jarðefnafræðingur og kolefnisfargari. Hann hefur víðtæka reynslu af rannsóknum á virkni Carbfix tækninnar með sjó.

Ytri aðilar

Carbfix teymið vinnur með ytri aðilum og samstarfsaðilum í háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum í verkefnunum og rannsóknum.

Hjá Orkuveita Reykjavíkur eru:

Dr. Vala Hjörleifsdóttir - Head of Innovation and Strategic Planning

Nökkvi Andersen - Research Project Manager

Silja Y Eyþórsdóttir - Communications & Marketing

Bára Jónsdóttir - Legal Adviser