Hoppa yfir valmynd

Carbfix teymið

Dr. Edda Sif Pind Aradóttir

Framkvæmdastýra

Edda er efnaverkfræðingur. Hún var áður verkefnastjóri tilraunaverkefnisins Carbfix og var teymisstjóri framtíðarsýnar og nýsköpunar á Þróunarsviði Orkuveitu Reykjavíkur

Dr. Bergur Sigfússon

Yfir CO2 föngun og niðurdælingu

Bergur er jarðefnafræðingur. Hann hefur áralanga reynslu af nýsköpun og tækniþróun í tengslum við föngun CO2 og niðurdælingu sem og af jarðhitavirkjunum.

Dr. Kári Helgason

Yfir rannsókn og þróun

Kári er stjarneðlisfræðingur að mennt og hefur unnið á þeim vettvangi bæði hjá NASA í Bandaríkjunum og við Max Planck stjarnvísindastofnunina í Þýskalandi. Kári sá um rekstur rannsókna- og þróunarverkefna hjá Orkuveitu Reykjavíkur áður en hann gekk til liðs við Carbfix þegar fyrirtækið var stofnað sem dótturfyrirtæki OR. Þar vinnur hann að frekari þróun á Carbfix tækninni auk þess innleiða hana sem loftslagslausn á stórum skala á heimsvísu.

Dr. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir

Yfir CO2 förgun

Sandra er jarðfræðingur. Hún hefur mikla reynslu í að sjá um fýsileika kannanir, greina einkenni vettvangs, boranir og eftirlit í tengslum við fyrirhugaða eða yfirstandandi niðurdælingu á CO2.

Kristinn Ingi Lárusson

Yfir viðskiptaþróun

Kristinn er með MBA gráðu og yfirgripsmikla rekstrarreynslu, meðal annars er snýr að viðskiptaþróun, fjármögnun, fjárfestingar- og bankastarfsemi.

Magnús Þór Arnarson

Verkefnastjórnun fjárfestingaverkefna 

Magnús er menntaður efnaverkfræðingur ásamt þvi að vera vélfræðingur og vélsmíðameistari. Síðastliðin fimmtán ár hefur megin áhersla hans verið á kerfishönnun og þá aðalega í tilraunaverkefnum og síðar verkefni í iðnaðarskala ásamt verkefnastjórnun og eftirfylgni verkefna.

Ragna Björk Bragadóttir

Verkefnastjórnun nýsköpunarverkefna

Ragna Björk er Orkuverkfræðingur með áherslu á jarðhita, forðafræði og líkanagerð. Hún hefur að mestu starfað við verkefnastjórn nýsköpunarverkefna.

Thomas Ratouis

Forðafræðirannsóknir

Thomas er forðafræðingur. Hann hefur mikla reynslu af líkindagerð af yfirborðsferlum (THC) í jarðhita- og CO2 bindingu.

Dr. Martin Voigt

Jarðefnafræðingur

Martin er jarðefnafræðingur og kolefnisfargari. Hann hefur víðtæka reynslu af rannsóknum á virkni Carbfix tækninnar með sjó.

Ólafur Teitur Guðnason

Yfir samskipti og kynningarmál

Ólafur Teitur er stjórnmálafræðingur og hefur verið aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hann hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum þar sem hann starfaði sem fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss og fréttamaður á RÚV og Viðskiptablaðinu.

Eva Dís Þórðardóttir

Nýsköpun og skipulagsmál

Eva Dís Þórðadóttir er menntaður byggingarfræðingur og skipulagsfræðingur. Eva Dís hefur víðtæka reynslu af skipulagsmálum, umhverfismálum og verkefnastýringu þverfaglegra verkefna. 

Eva Dís lærði byggingarfræði í Kaupmannahöfn og fór síðan í meistaranám í samgöngum og skipulagi við Háskólann í Reykjavík.

Kristinn Jakobsson

Yfirverkefnastjóri Coda Terminal

Kristinn Heiðar Jakobsson er verkefnastjóri með MBA frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í orkutæknifræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun stærri og flóknari verkefna. Kristinn vann áður hjá Rarik við stjórnun hitaveituframkvæmda.

Dr. Chiara Marieni

Verkefnastýra

Chiara er jarðefnafræðingur. Hún hefur vítæka reynslu í rannsóknum á niðurdælingu CO2 á mismunandi skala og hefur starfað í háskólum og rannsóknarmiðstöðvum um alla Evrópu.

Nökkvi Andersen

Verkefnastjóri fjárfestingaverkefna

Nökkvi er vél- og orkutæknifræðingur ásamt því að vera vélfræðingur. Hann hefur reynslu af vélahönnun, kerfishönnun ásamt reynslu af rekstri ásamt viðhaldi vélbúnaðar og iðnaðarkerfa til sjós. Nökkvi starfaði sem verkefnastjóri nýsköpunarverkefna hjá rannsókna og nýsköpunarsviði orkuveitunnar áður en hann gekk til liðs við Carbfix.

Silja Yraola

Samskipti og markaðsmál

Silja hefur víðtæka reynslu af samskiptum og markaðssetningu í orku- og loftslagsiðnaði. Hún hefur starfað hjá Carbfix frá því það var formlega stofnað árið 2019 sem dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, áður starfaði hún á skriftsofu borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Edda Björk Ragnarsdóttir

Lögfræðingur og viðskiptaþróunarstýra

Edda Björk er lögfræðingur og hefur undanfarin ár starfað hjá Samtökum iðnaðarins. Þar áður var hún sérfræðingur í fastanefnd Íslands í Genf, starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði hugverkaréttar og við lögfræðirannsóknir við Háskóla Íslands.

Ólafur Einar Jóhannsson

Viðskiptaþróunarstjóri

Ólafur Einar er viðskiptafræðingur með MBA-gráðu. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af alþjóðlegri viðskiptaþróun og stjórnun í kaupskipaútgerð, rekstri og tæknilegum skiparekstri.

Heiða Aðalsteinsdóttir

Stefna og skipulag

Heiða hefur verið ráðin til að sinna stefnumótandi stjórnun og hafa umsjón með skipulagi og umhverfismati á starfssvæðum Carbfix.Heiða er menntuð landslagsarkitekt auk þess að hafa BA gráðu í alþjóðaviðskiptum. Heiða hefur víðtæka reynslu af því að stýra þverfaglegum verkefnum í stefnumótun, skipulagi og umhverfismati. Heiða kemur til Carbfix frá Rannsóknum og nýsköpun hjá OR þar sem hún leiddi meðal annars vinnu við stefnumótun, skipulag og umhverfismat.

Ytri aðilar

Carbfix teymið vinnur með ytri aðilum og samstarfsaðilum í háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum í verkefnunum og rannsóknum.

Frá Orkuveitu Reykjavíkur eru:

Dr. Vala Hjörleifsdóttir - Forstöðumaður Nýsköpunar og framtíðarsýnar

Bára Jónsdóttir - Lögmaður