Hoppa yfir valmynd

Jarðhiti

Aukin umsvif jarðhitaverkefna: Hellisheiði og Nesjavellir

Núverandi föngunarstöð í Hellisheiðarvirkjun er 13 metra há lofthreinsistöð sem leysir upp 15.000 tonnum af CO2 og 8.000 tonnum af H2S í vatni á hverju ári. Þessu er svo dælt niður í jörðina í basalt, þar sem það breytist í varanlegar karbónat og súlfíð steindir.

Mögulegt er að auka umsvif Carbfix á Hellisheiði talsvert og þar með draga verulega úr losun CO2 innan jarðhitaiðnaðar á Íslandi. Carbfix hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði ESB (Innovation Fund) fyrir verkefnið Silfurberg sem snýr að því að byggja nýja lofthreinsistöð með aukna föngunargetu. Ný lofthreinsistöð sem er sérhönnuð til að fanga CO2 mun auka nýtni föngunar upp í 95% af heildarlosun og hindra losun 500.000 tonna af CO2 á 20 ára líftíma búnaðarins.

Einnig stendur til að hefja föngun og förgun CO2 við Nesjavallavirkjun. Tilraunir hefjast árið 2022 og mun föngun vera með nýrri færanlegri lofthreinsistöð sem eykur nýtni CO2 föngunar. Stöðin mun fanga 1000 tonn af CO2 og 500 tonnum af brennisteinsvetni árlega. Að tilraunum loknum verður ný stöð reist fyrir árið 2030 sem mun fanga og farga öllu CO2 í útblæstri Nesjavallavirkjunar.

Bæði Carbfix verkefnin á Hellisheiði og Nesjavöllum eru rannsóknarverkefni styrkt af ESB í gegnum GECO verkefnið.

Í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum er Carbfix tæknin nefnd sem nauðsynlegt tæki til að ná markmiðum Íslands um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030.

Carbfix og GECO verkefnið

GECO verkefnið, stjórnun á jarðhitalosun (e. Geothermal Emission Control), miðar að því að gera jarðhitavirkjanir kolefnishlutlausar með Carbfix tækninni. GECO er styrkt af Horizon 2020 verkefni Evrópusambandsins. Tilraunir munu vera á fjórum stöðum í Evrópu með mismunandi bergtegundum:

(1)    Basalt á Nesjavöllum, Ísland

(2)    Gneiss berg í Castelnuovo, Ítalíu

(3)    Gjóskuberg í Kızıldere, Tyrklandi

(4)    Setberg í Bochum MULE, Þýskalandi

GECO verkefnið nýtir fengna reynslu frá Carbfix tilraunum á Hellisheiði á fjórum nýjum svæðum þar sem losun verður fönguð og henni annaðhvort fargað samkvæmt Carbfix tækninni eða hún endurnýtt.

Steinrenning CO2 verður vöktuð á öllum fjórum svæðunum. Það auðveldar gerð spáa um efnafræðilega hegðun Carbfix aðferðinnar í margs konar jarðhitakerfum. Áframhaldandi vöktun og þróun dregur úr kostnaði og áhættu tengt framtíðar jarðhitaverkefnum.

GECO verkefnið er leitt af Carbfix-Orkuveitu Reykjavíkur og hópi reyndra aðila í jarðhita. Alls eru 18 aðilar frá Evrópu og Miðausturlöndum. Fyrir nánari upplýsingar sjá hér.

Carbfix á heimsvísu

Það eru miklir möguleikar á að beita Carbfix tækninni fyrir föngun og förgun á heimsvísu. Ýmsir þættir hafa verið skoðaðir, svo sem losun CO2 og H2S frá jarðhitavirkjunum um allan heim, förgunarmöguleikar og bergtegundir í mismunandi löndum. Rannsóknir Marieni og fleiri (2018) sýndu fram á að Carbfix tæknin virkar í ísúru og súru bergi, dasíti og rýólíti, og jafnframt íslensku basalti eins og hefur verið sýnt fram á með Carbfix tilraunum. Miklir möguleikar eru í eftirfarandi löndum: Bandaríkjunum, Mexíkó, Níkaragva, El Salvador, Kosta Ríka, Ítalíu, Japan, Filippseyjum, Nýja Sjálandi, Indónesíu og Kenýa. Reiknaðir föngunarmöguleikar byggjast á tilraunum. Beiting Carbfix tækninnar utan Íslands er þegar hafin með GECO verkefninu.