Hoppa yfir valmynd

Orkuiðnaður

Tilraunir með niðurdælingar hófust við Hellisheiðarvirkjun árið 2012 en tveimur árum síðar var umfangið skalað upp í fullan rekstur. Frá 2014 hefur Carbfix, í samvinnu við ON, dregið verulega úr útblæstri CO2 og H2S frá virkjuninni. Lofthreinsistöð Carbfix fangar 12.000 tonn af CO2 og 6.000 tonn af brennisteinsvetni (H2S) á ári, eða um 30% og 75% af útblæstri virkjunarinnar, hvort um sig.  

Kostnaður við Carbfix niðurdælinguna á Hellisheiði er undir 25 bandaríkjadölum per tonn, sem er minna en núgildandi verð á ETS kolefniskvóta og ódýrara en hefðbundnar aðferðir við geymslu á koldíoxíði.

Hægt að nýta Carbfix aðferðina víða um heim og undirbúningur er þegar hafinn á að koma upp starfsemi erlendis. Hún einskorðast ekki við jarðhitavinnslu því einnig er hægt að nýta hana í tengslum við önnur iðnaðarferli, til að mynda fyrir kol, gas, sement og stál.