Hoppa yfir valmynd

Hagsmunaráð Coda Terminal

 

Carbfix hefur sett á stofn hagsmunaráð Coda Terminal en megintilangur þess er að skapa vettvang umræðna milli hagaðila í samfélaginu um uppbyggingu Coda Terminal og ræða hvernig best megi tryggja að framkvæmd og rekstur verkefnisins verði í sátt við samfélagið og til hagsbóta fyrir nærumhverfið.

 Carbfix hefur umsjón með hagsmunaráðinu en sú ábyrgð felst m.a. í að kalla eftir tilnefningum í ráðið, undirbúa og boða fundi og sjá um samskipti við fulltrúa þess. Ef þú ert með uppástungu um hagsmunaaðila sem gætu átt erindi í hagsmunaráðið, þá er velkomið að senda tillögu á Carbfix@carbfix.com

Fundargögn frá samráðsfundi Hagsmunaráðs Coda Terminal:

Kynningarfundir Coda Terminal

Kynningarfundur á Degi Jarðar 22. april 2021

Við kynntum til leiks Coda Terminal, eitt umfangsmesta loftslagsverkefni á Íslandi í streyminu frá Grósku á Degi Jarðar, 22. april 2021.

Edda Sif Pind Aradottir framkvæmdarstýra og aðrir vísindamenn Carbfix útskýrðu verkefnið frekar. Þá var Andri Snær Magnason rithöfundur meðal gesta sem fór yfir mikilvægi verkefnisins.

Pall­borðsum­ræður:

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix
Bergur Sigfússon, kolefnisfargari
Andri Snær Magnason, rithöfundur.

Kynningarfundur Carbfix í Hafnarfirði 14. febrúar 2022

Við buðum íbúum Hafnarfjarðar á kynningarfund um Carbfix og Coda Terminal verkefnið undir forystu Sævars Helga Bragasonar og Eddu Sifjar framkvæmdastýru Carbfix í beinu streymi sem má nálgast hér.

Pall­borðsum­ræður:
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði
Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix
Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík
Vala Hjörleifsdóttir, forstöðumaður nýsköpunar og framtíðarsýnar OR