Hoppa yfir valmynd

10.05.2024

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir til liðs við Carbfix

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir hefur bæst við ört stækkandi hóp starfsfólks Carbfix og stýrir tæknisviði Carbfix (CTO). 

Sólveig var áður forstöðumaður upplýsingatæknireksturs hjá Alvotech og þar á undan forstöðumaður þjónustustýringar hjá Reiknistofu bankanna. Hún er með B.Sc. í tölvunarfræði, B.Ed. í kennslufræði og MIM í upplýsingastjórnun.

 

“Það eru forréttindi að vera hluti af Carbfix teyminu, þar sem unnið er af krafti og eldmóð að raunverulegum loftslagsaðgerðum. Ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem hefur ekki einungis sýnt fram á getu sína til að ná árangri, heldur einnig þann drifkraft þarf til að takast á við loftslagsvána. Ég er er full tilhlökkunar til að slást í för með Carbfix í þessari mikilvægu baráttu.”

Carbfix er brautryðjandi á heimsvísu í bindingu CO2 í bergi neðanjarðar. Fyrirtækið hefur síðan 2012 bundið yfir 90 þúsund tonn af CO2 á Íslandi með eigin tækni sem er örugg, sannreynd, varanleg og hagkvæm. Stefnt er að frekari innleiðingu hennar bæði á Íslandi og erlendis. Nánar um Carbfix má finna á www.Carbfix.is

Á síðasta ári var tilkynnt að Coda Terminal, verkefni Carbfix, sem er eitt umfangsmesta loftslagsverkefni á Íslandi. Þetta verkefni markar tímamót í baráttunni við hlýnun jarðar og er grundvöllur fyrir nýja, loftslagsvæna atvinnugrein, þar sem Carbfix-tæknin mun binda CO2 í mun stærri mæli en áður. Verkefni hlaut 16 milljarða íslenskra króna styrk frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins og miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 á ári með náttúrulegri aðferð í Straumsvík. www.Codaterminal.is

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.