Hoppa yfir valmynd

04.02.2021

Steini slegnar lausnir á Íslandi

Umfjöllun um Carbfix í erlendum miðlum heldur áfram og nú síðast var fjallað um samstarf Carbfix og Climeworks í Reuters Global Foundation News.

Í greininni er m.a. fjallað beina loftföngun, tækniþróun og byggingu nýrrar verksmiðju Carbfix og Climeworks sem tekur til starfa nú í vor. Höfundur tekur fram að ferlið að baki föngun og förgun sé flókið og krefjist mikillar orku, og hentar því vel á Íslandi þar sem nóg er af umhverfisvænni og ódýrri orku.

Tekið er fram að þrátt fyrir að til séu nokkrar verksmiðjur sem fanga beint CO2 úr lofti, þá sé starfstöð Carbfix og Climeworks sú eina sem bjóði einnig upp á varanlega förgun í stein.

Climeworks hefur gert samninga við þekkt, alþjóðleg stórfyrirtæki undanfarin misseri, frá greiðslufyrirtækinu Stripe til Microsoft. „Tækni Climeworks við beina loftföngun verður lykilþáttur í viðleitni okkar til að fjarlægja koldíoxíð úr starfseminni,“ segir Elizabeth Willmott í greininni, en hún hefur yfirumsjón með þeim málum hjá Microsoft.

Lestu greinina hér

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.