Hoppa yfir valmynd

Sæberg

(e.CO2SeaStone)

Sæberg er verkefni fyrsta sinnar tegundar þar sem niðurdæling með sjó verður prófuð. Í fyrri verkefnum niðurdælingarverkefnum Carbfix hefur CO2 verið leyst í vatni. Sæberg verkefni Carbfix er staðsett í Helguvík í Reykjanesbæ þar sem boruð verður niðurdælingarhola og vöktunarholur. Verkefnið gengur jafnframt út á að fanga CO2 úr útblæstri frá svissneskum iðnaði og flytja það í gámum landleiðina til Rotterdam og þaðan með skipi til Íslands.

Samstarfsaðilar Carbfix í verkefninu eru ETH í Zürich, Háskóla Íslands, ÍSOR, háskólunum í Genf og Lausanne og University College í London sem ber nafnið Sæberg (e. CO2SeaStone). 

Sjór eykur notagildið

Rannsókn eftir dr. Martin Voigt sýnir notkun sjós fyrir Carbfix tæknina. Niðurdæling af sjó og uppleystu CO2 í basalt gæti verið árangursrík nálgun fyrir varanlega geymslu af CO2 með steinrenningu. Þetta eru mikilvægar niðurstöður fyrir framtíð Carbfix þar sem ferskvatn er af skornum skammti á mörgum svæðum um allan heim.

Carbfix tæknin krefst verulegs magns af vatni til að leysa upp CO2og dæla í basalt. Notkun sjávar í stað ferskvatns er mikilvægt á svæðum þar sem er skortur á vatni og víkkar út notagildi á fleiri svæði um allan heim, bæði strandsvæði og hafsbotni.

Tilraunaniðurdælingar munu staðfesta beitingu sjávarvatns við Carbfix aðferðina. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir möguleika beitingu Carbfix tækninnar um heim allan, sérstaklega á svæðum þar sem skortur er á ferskvatni.

Flutningur CO2 meginlandi Evrópu til Íslands

Sæberg er hluti af stærra þróunarverkefni, DemoUpCARMA, sem leitt er af ETH Zurich og gengur út á að prófa og þróa nokkrar mismunandi tæknilausnir til að fanga, nýta, flytja og farga CO2 frá Sviss, ýmist til að ná fram neikvæðri losun eða minnka hana með því að fanga frá iðnaði sem ekki á gott með að draga úr sinni losun.

Á meðal lausna sem DemoUpCARMA er að skoða er að fanga CO2 frá iðnaði, flytja það til Rotterdam og þaðan með skipi til Íslands, þar sem það verður leyst í sjó fyrir niðurdælingu og steindabindingu með Carbfix aðferðinni. Áætlað er að Carbfix fargi um 1.000 tonnum í þessu alþjóðlega rannsóknarverkefni.

Að auki mun þetta verkefni sýna fram á möguleika þess að fanga og flytja CO2 frá meginlandi Evrópu til Íslands, en mun það skila reynslu sem nýtt við undirbúning Coda Terminal verkefni Carbfix. 

Eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni Carbfix

„Sæberg er eitt mikilvægasta rannsóknarverkefnið sem Carbfix vinnur að um þessar mundir. Þó að hægt sé að beita tækni okkar víða um heiminn myndi það auka möguleika hennar verulega að geta notað sjó í stað ferskvatns. Við eigum mjög gott samstarf við fjölmarga aðila um verkefnið og erum þakklát bæði Reykjanesbæ fyrir að veita því aðstöðu í Helguvík og Samskipum fyrir að greiða fyrir flutningnum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.

„Við erum stolt af því að fá tækifæri til að vera þátttakendur í svo metnaðarfullu og mikilvægu verkefni eins og Sæberg er og stuðlar að áframhaldandi þróunarstarfi Carbfix. Kolefnisförgun er einn þeirra þátta sem er nauðsynlegur í baráttunni við loftslagsbreytingar og mun hjálpa til við að ná þeim markmiðum sem Ísland hefur sett sér um kolefnishlutleysi. Við hjá Reykjanesbæ höfum mikinn metnað til að gera vel þegar kemur að loftslagsmálum og munum halda áfram að vinna markvisst í að leggja okkar af mörkum á næstu árum og áratugum í átt að kolefnishlutleysi,“segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Verkefnið er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem heitir DemoUpCARMA og er leitt af ETH í Zurich. Finna má frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu þess DemoUpCarma | Homepage (ethz.ch).

Mögulegar framtíðarútfærslur af kolefnissteindabindingu gætu verið: starfsemi úti á hafi þar sem CO2 er fangað beint úr lofti og dælt niður með Carbfix aðferðinni, starfsemi á landi þar sem CO2 er leyst í ferskvatni fyrir niðurdælingu eða leyst í sjávarvatni og dælt niður. (Snæbjörnsdóttir et al., 2020).