Hoppa yfir valmynd

10.10.2023

Vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsækir Carbfix

Það var sannur heiður fyrir Carbfix að taka á móti Amina J. Mohammed, vara-aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og ræða við hana um Carbfix-aðferðina til varanlegrar kolefnisbindingar, umfangsmikil tækifæri til að beita henni víðs vegar um heiminn, og sýna henni niðurdælingarstöð okkar á Hellisheiði.

Amina J. Mohammed er stödd hér á landi sem aðalræðumaður á norrænni friðarráðstefnu. Hún notaði einnig tækifærið til að skoða verksummerki um loftslagsbreytingar á Langjökli og fræðast um nýtingu jarðvarma í virkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Nánari upplýsingar má fina um Amina J. Mohammed hér.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.