Hoppa yfir valmynd

Markmið okkar er að Carbfix gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni með því að farga einum milljarði tonna af koldíoxíð fyrir 2030.

Evrópuverkefni í nýsköpun og þróun

Carbfix2

Rannsóknarverkefni sem er fjármagnað af ESB. Því er ætlað að þróa föngun á ótæru koldíoxíðstreymi og förgun þess með niðurdælingu. Verkefnið samtvinnar föngun úr andrúmslofti (e. direct air capture technology eða DAC) og förgun með steindabindingu. Einnig er lagður grundvöllur að niðurdælingu CO2 uppleystu í sjó og lækka þannig heildarkostnaðinn í allri keðju föngunar/förgunar.

GECO

GECO (Geothermal Emission Control) er rannsóknar- og nýsköpunarverkefni, fjármagnað af ESB, sem miðar að því að framleiðsla rafmagns í Evrópu, og heiminum öllum, verði hrein, örugg og hagkvæm með engum kolefnis- eða brennisteinsútblæstri. Tilraunaniðurdæling í ólíkum berglögum mun verða framkvæmd á Íslandi, í Þýskalandi og Tyrklandi.

S4CE

S4CE (Science for Clean Energy) er þverfaglegt Evrópuverkefni fyrir grunnrannsóknir á m.a. skilvirkum flutningi, hvarfgetu (reactivity) og magngreiningu á útblæstri, jarðskjálftum (e. micro-seismic events), og prófunum á sementshlífum. Rannsóknirnar fara fram hjá Carbfix á Íslandi, í Cornwall á Bretlandi og St. Gallen í Sviss.