Hoppa yfir valmynd

Hvar virkar Carbfix?

Um 5% af landmassa jarðar er þakið hentugu bergi fyrir steinrenningu koldíoxíðs, sem og megnið af sjávarbotninum. Geymslugetan er mun meiri en sú losun sem nemur bruna alls jarðefnaeldsneytis á jörðu. Ísland eitt og sér gæti geymt margra ára kolefnisútblástur mannkyns.

Áætlað er að Evrópa geti geymt að minnsta kosti 4.000 milljarða tonna af CO2 í berglögum á meðan Bandaríkin gætu geymt að minnsta kosti 7.500 milljarða tonna.

Carbfix atlasinn er samansafn hentugra bergtegunda úr mörgum mismunandi jarðfræðikortagrunnum. Honum er ætlað að gefa vísbendingu um hvar mætti beita Carbfix aðferðinni útfrá jarðefnafræðilegum eiginleikum bergs en ekki er tekið tillit til annara þátta. Smelltu hér til að skoða lista af vísindagreinum og gagnasöfnum sem Carbfix atlasinn byggist á.

Smelltu hér til að skoða Carbfix atlasinn í fsér glugga.

HVAÐ EF ÞAÐ ER VATNSSKORTUR Á TILTEKNUM LANDSVÆÐUM?

Carbfix aðferðin krefst töluverðs magns af vatni til að leysa upp koltvísýringin og koma af stað efnahvörfunum neðanjarðar. Á móti kemur vatnið er iðulega tekið úr saman geyminum og dælt er ofan í og er því um hringrás að ræða og það endurnýjað að vissu marki.

Vert er að athuga að tæknin gæti gagnast á svæði þar sem er skortur á ferskvatni þar sem Carbfix er að þróa ferli sem dælir koldíoxíði uppleystu í sjó í stað ferskvatns. Þetta myndi auka verulega hagnýtingargildi aðferðarinnar á heimsvísu.

HVAÐ ER SVONA SÉRSTAKT VIÐ BASALT?

Basískt gosberg (basalt) er mjög hvarfgjarnt og inniheldur málma sem þarf til að binda uppleystar gastegundir með myndun steindir. Slíkt berg er gjarnan brotkennt og gljúpt sem auðveldar vökva að streyma neðanjarðar og veitir nægt geymslupláss fyrir steinrunnið koldíoxíð í formi karbónat steinda. Basalt er auk þess ein algengasta bergtegund á jörðinni og þekur um 5% af landmassa og megnið af sjávarbotninum.

Áætlað er að virka sprungusvæðið undir Íslandi geti geymt yfir 400 Gt af CO2. Áætluð geymslugeta úthafshryggja er langt um meiri en þau 18.500 Gt af CO2 sem myndu losna við brennslu alls þess jarðefnaeldsneytis sem býr í jörðinni. Spurningin er bara hversu mikið af þessu ætlaða geymsluplássi hentar vel til steinefnageymslu koldíoxíðs.

Holrýmið, efnasamsetningin og algengi basalts gerðu það að tilvalið til þróunar Carbfix tækninar. Það er ekki þar með sagt að aðrar bergtegundir geti ekki virkað, tegundir á borð við andesít, storkuberg, þursaberg og setmyndanir sem innihalda kalsíum, magnesíum og járnrík sílíkat steinefni. Verið er að rannsaka þetta nánar í Carbfix2. Styrkur ferilefnisins í vöktunarholum og líkanareikningar gera okkur kleift að staðfesta og magngreina steinrenningu koldíoxíðsins. Steinrenningin hefur einnig verið magngreind með ferilefnum sem innihalda ólíka ísótópa / samsætur.