Hoppa yfir valmynd

Föngun beint úr andrúmslofti

Til að ná Parísarmarkmiðunum þarf ekki einungis að minnka losun. Við þurfum einnig að „spóla til baka“, það er að sækja aftur koldíoxíð sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið. Carbfix hóf árið 2017 samstarf með svissneska fyrirtækinu Climeworks sem sérhæfir sig í að fanga CO2 beint úr andrúmsloftinu. Climeworks rak litla tilraunastöð, Arctic Fox, samhliða föngunar- og förgunarstöð Carbfix við Hellisheiðarvirkjun. Virkjunin útvegar varmann sem þarf til að knýja föngunartæknina, en tæknin reiðir sig að mestu á orku í formi lághita (~100°C).

Mynd: Climeworks

Af vefsíðu Climeworks:

„CO2 síurnar okkar safna koldíoxíði með tveggja þrepa aðferð. Loftið er fyrst dregið inn í safnhólfið þar sem koldíoxíðið er fangað með sérhönnuðum síum. Þegar sían mettast er safnhólfinu lokað. Þá hækkum við hitann upp í 80-100°C  sem losar koldíoxíðið og hægt er að geyma þaðí mjög hreinu formi og þéttu magni. Eftir situr hreint koldíoxíð í miklum styrkleika.“

Fyrsta starfsstöð í heiminum sem fangar og fargar

Með tilraunaverksmiðjunni Arctic Fox var sýnt fram á rekstrarhæfi nýrrar kynslóðar af DAC (direct air capture) stöð. Næsta skrefið í ferlinu er Orca, ný föngunarstöð Climeworks sem verið er að byggja í jarðhitagarði ON við Hellisheiði. Orca verður fyrsta heildstæða stöðin í heiminum sem fangar koldíoxíð úr andrúmslofti á stórum skala og dælir niður til varanlegrar geymslu. Nýja stöðin hefur rekstur sumarið 2021 og getur fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju, sem verður dælt niður í berglögin og fargað með Carbfix aðferðinni.

Mynd: Climeworks