Hoppa yfir valmynd

Tilraunaverkefni Carbfix og Sorpu í eldra og þéttara bergi en áður

Carbfix í samvinnu við iCert vottunarstofu, lauk nýsköpunar- og þróunarverkefninu „Vottuð kolefnisjöfnun með steinrenningu CO2 í bergi“, með stuðningi Tækniþróunarsjóðs Íslands og í samstarfi við Sorpu, GeoEnergy og Climeworks.

Þróuð var ný tæknilausn til að fanga koldíoxíð (CO2) sem losnar við meðhöndlun og urðun úrgangs við starfsstöðvar Sorpu á Álfsnesi, dæla því niður í berglög og steinrenna með Carbfix kolefnisbindingaraðferðinni. Þá var þetta í fyrsta sinn sem CO2 var dælt niður í eldra og þéttara berg en í öðrum verkefnum Carbfix en slík niðurdæling hefur gríðarlega mikilvægt spágildi fyrir fýsileika þess að beita Carbfix aðferðinni víðar, m.a. til að draga úr losun stóriðju á Íslandi sem og í tengslum við kolefnisförgun á heimsvísu.

Lagt var einning upp með að þróa umgjörð og staðla svo hægt sé að gefa út vottaðar kolefniseiningar fyrir loftslagsverkefni sem tryggja gegnsæi og samræmi við alþjóðlegar kröfur, meðal annars með undirbúningi sölu á kolefniseiningum. Þannig yrði unnt að bjóða upp á nýja leið í kolefnisjöfnunar, en kostur Carbfix aðferðarinnar umfram núverandi leiðir er að bindingin er bæði varanleg og mælanleg í rauntíma.

Í verkefninu var gashreinsikerfi Sorpu aðlagað að Carbfix aðferðinni og þróuð sérstök Carbfix niðurdælingarhola í samstarfi við GeoEnergy. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem CO2 fangað og fargað með Carbfix tækninni óháð rekstri jarðhitavirkjana. Slíkt skref er mikilvægur prófsteinn fyrir aðlögun Carbfix að ólíkum orku- og iðnaðarferlum. Niðurdælingin átti sér stað yfir nokkra mánuði árið 2022.

Þetta verkefni er þverfaglegt samstarf milli Carbfix, Sorpu, iCert og GeoEnergy með stuðningi frá alþjóðlegum umhverfismörkuðum. Það er styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands.

Carbfix í eldra bergi í fyrsta skipti

Þetta verkefni mun í fyrsta skipti sýna fram á virkni Carbfix tækninnar í eldra bergi með minna holrými en áður hefur verið prófað. Að auki er unnið með CO2 sem er hvorki unnið úr jarðhita né fengið frá loftsugum (e. Direct Air Capture, DAC) í fyrsta sinn. Árangursrík innleiðing tækninnar í þessu bergi og frá úrgangi mun hafa mikilvæga möguleika fyrir beitingu Carbfix tækninnar um allan heim.

Kolefniseiningar

Hluti af þessu verkefni er að þróa staðlaðan og tæknilegan ramma fyrir lausnir gegn loftlagshlýnun. Markmiðið er að gera vottaðar kolefniseiningar aðgengilegar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Tæknilausn var þróuð til að fanga CO2 frá lífrænum úrgangi við aðstöðu Sorpu í Álfsnesi og dæla því neðanjarðar til varanlegrar steindabindingar með Carbfix aðferðinni. Verkefnið var ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um þúsundir tonna á ári og mynda grunninn að kolefnisjöfnunaráætlun sem er bæði varanleg og mælanleg í rauntíma.