Hoppa yfir valmynd

Viltu draga úr útblæstri þínum?

Carbfix vinnur að því að útvega koldíoxíð eftir þremur mismunandi leiðum. Allar eru þær meðal aðgerða sem milliríkjanefnd um loftslagsmál (IPCC) hefur bent á sem nauðsynlegar lausnir til að ná loftslagsmarkmiðum.

Staðbundin niðurdæling

Ráðgjafapakkar sem innihalda fýsileikakönnun á innleiðingu Carbfix aðferðarinnar, sérsniðnir að ákveðnum framleiðsluferlum eða aðstæðum.

Flutningur & geymsla

Uppbygging móttöku og förgunarmiðstöðva sem geta tekið á móti miklu magni af CO2 flutt með tankskipum á vökvaformi.

Föngun beint úr andrúmslofti

Fyrsta Climeworks stöðin sem fangar CO2 beint úr andrúmsloftinu til förgunar með Carbfix aðferðinni hefur nú hafið rekstur. Carbfix vinnur einnig með öðrum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í föngun úr andrúmalofti.

Get ég vegið upp á móti minni losun með því að breyta henni í stein?

Carbfix vinnur nú að undirbúningi þess að geta gefið út og selt kolefnisjöfnunareiningar. Verkefninu verður hleypt af stokkunum síðla árs 2021 og mun í fyrstu byggjast á föngun og förgun á koldíoxíði sem losnar frá úrgangi við starfsstöðvar Sorpu í Álfsnesi.

Samstarfsaðili okkar, Climeworks selur kolefnisjöfnunareiningar sem byggja á CO2 sem fangað er beint úr andrúmsloftinu á Íslandi og Carbfix sér um að breyta í stein.

Hvað get ég gert í mínu landi?

Carbix atlasinn leyfir þér að kanna dreifingu fýsilegra bergtegunda fyrir Carbfix aðferðina og parað þessu svæði saman við uppsprettur koldíoxíðs. Þurr svæði, þar sem er skortur á ferskvatni, geta einnig komið til greina þar Carbfix hefur í þróun aðferð þar sem koldíoxíð er leyst í sjó fyrir steinrenningu.

Smelltu hér til að sjá kort af fýsileika Carbfix tækninnar á heimsvísu.