Hoppa yfir valmynd

Hugverkastefna

Hugverkastefna Carbfix miðar að því að stýra notkun á hugverkum félagsins með skipulögðum og ábyrgum hætti með það að markmiði að hagnýta þau á stórum skala í þágu loftslagsins. Starfsfólk Carbfix vinnur með virkum hætti að:

• vitundarvakningu um hugverkaréttindi innan fyrirtækisins og í ytra umhverfi þess

• uppbyggingu þekkingar á leiðum til að vernda og hagnýta hugverk

• skoðun á mögulegum verndarleiðum frá upphafi nýsköpunarferlis og greiningu á frelsi til athafna

• verndun á hugverkum, einkum með einkaleyfaumsóknum, verndun vörumerkja og skilgreiningu viðskiptaleyndarmála

• miðlun þekkingar og opinberum birtingum niðurstaðna úr rannsóknum án þess að hamla möguleikum til verndunar nýrra hugverka.