Hoppa yfir valmynd

Iðnaður

Carbfix tæknina má nýta í tengslum við hvers kyns starfsemi sem framleiðir streymi af CO2 og er í nánd við hentugt berg (sjá Hvar virkar Carbfix?). Carbfix býður upp á sérhæfða ráðgjöf og framkvæmir fýsileikakannanir sem eru snérsniðnar að tilteknum iðnaðarferlum. Fýsileikakönnun tekur til efnasamsetningu gastegunda í útstreymi, jarðfræðilegum aðstæðum sem og öðrum nauðsynlegum þáttum.

Carbfix hefur framkvæmt hermun fyrir vatnsföngun í ákveðnum iðnaðarferlum, þar sem farið er nánar í kröfur varðandi vatn, orku og kostnað við tengda rekstrarþætti. Tvær nálganir við föngun og niðurdælingu eru greindar og bornar saman

Eins þrepa föngun og niðurdæling, þar sem CO2 í útstreyminu er leyst í vatni í þvottaturni undir þrýstingi og vökvanum dælt niður til steinrenningar

Tveggja þrepa föngun og niðurdæling, þar sem CO2 er fangað með annars konar föngunartækni á markaðnum og svo dælt niður á gasformi og blandað vatni neðanjarðar í borholunni

Þumalputtareglan er sú að koldíoxíðföngun með vatni verður hagkvæmari þegar styrkur CO2 fer yfir 10-20%.  Að auki hefur vatnsföngun Carbfix aðra kosti

  • Engin utanaðkomandi efni eru notuð önnur en vatn (eða sjór)
  • Hægt er að fanga aðrar vatnsleysanlegar gastegundir á borð við brennisteinsoxíð (SOx), nituroxíð (NOx), brennisteinsvetni (H2S) og flúor (F). Þessar mengandi gastegundir taka einnig þátt í efnahvörfum neðanjarðar og breytast í steindir í mismiklu mæli.
  • Þær efniskröfur sem gerðar eru fyrir lagnir eru almennt minni fyrir CO2 leyst í vatni en fyrir hreint CO2.

Hér að neðan er einfölduð skýringarmynd á Carbfix aðferðinni í iðnaði, sambærilegt lofthreinsistöðinni sem hefur verið starfrækt við Helliðsheiðarvirkjun frá 2014.

Föngunin við Hellisheiðarvirkjun fer fram í 13 metra hárri lofthreinsistöð (þvottaturni), sem leysir upp 15 þúsund tonn af CO2 og 8 þúsund tonn af H2S í vatni á hverju ári. Vatninu er síðan dælt niður í berggrunninn þar sem það myndar karbónat steindir.

Samstarf við stóriðju

Í júní 2019 skrifuðu ríkisstjórn Íslands, Orkuveita Reykjavíkur (móðurfyrirtæki Carbfix) og stóriðjan undir þríhliða viljayfirlýsingu til að kanna til hlítar hvort Carbfix aðferðin geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr los­un CO2 frá stór­iðju Ís­lands. Stóriðja ber ábyrgð á 40% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi (að landnýtingu undanskilinni (e. LULUCF)).