Hoppa yfir valmynd

Iðnaður

Carbfix tæknina má nýta í tengslum við hvers kyns starfsemi sem framleiðir streymi af CO2 og er í nánd við hentugt berg (sjá Hvar virkar Carbfix?). Carbfix býður upp á sérhæfða ráðgjöf og framkvæmir fýsileikakannanir sem eru sérsniðnar að tilteknum iðnaðarferlum. Fýsileikakönnun tekur til efnasamsetningu gastegunda í útstreymi, jarðfræðilegra aðstæðna sem og aðra nauðsynlegra þátta.

Graf sem sýnir kostnað sem fall af CO2 magni fyrir ýmsa iðnaði.

Carbfix hefur framkvæmt kostnaðaráætlanir og hermanir fyrir vatnsföngun i ákveðnum iðnaðarferlum, þar sem farið er nánar í kröfur varðandi vatn, orku og kostnað við tengda rekstrarþætti. Hægt er að beita Carbfix tækninni á tvo vegu:

Eins þrepa föngun og niðurdæling, þar sem CO2 í útstreyminu er leyst í vatni undir þrýstingi í þvottaturni og vökvanum dælt niður til steinrenningar

Tveggja þrepa föngun og niðurdæling, þar sem CO2 er fangað með annars konar föngunartækni og svo dælt niður á gasformi og blandað vatni neðanjarðar í borholunni

Þumalputtareglan er sú að koldíoxíðföngun með vatni verður hagkvæmari þegar styrkur CO2 fer yfir 10-20%.  Að auki hefur vatnsföngun Carbfix aðra kosti

  • Engin utanaðkomandi efni eru notuð önnur en vatn (eða sjór)
  • Hægt er að fanga aðrar vatnsleysanlegar gastegundir á borð við brennisteinsoxíð (SOx), nituroxíð (NOx), brennisteinsvetni (H2S) og flúor (F). Þessar mengandi gastegundir taka einnig þátt í efnahvörfum neðanjarðar og breytast í steindir í mismiklu mæli.
  • Þær efniskröfur sem gerðar eru fyrir lagnir eru almennt minni fyrir CO2 leyst í vatni en fyrir hreint CO2.

Hér að neðan er einfölduð skýringarmynd á Carbfix aðferðinni í iðnaði sem er sambærileg lofthreinsistöðinni sem hefur verið starfrækt við Helliðsheiðarvirkjun frá 2014.

Einfölduð skýringarmynd á Carbfix aðferðinni í iðnaði. Koldíoxíð í útstreyminu er leyst í vatni undir þrýstingi í þvottaturni og vökvanum dælt niður til steinrenningar.

Samstarf við stóriðju

Í júní 2019 skrifuðu ríkisstjórn Íslands, Orkuveita Reykjavíkur (móðurfyrirtæki Carbfix) og stóriðjan undir þríhliða viljayfirlýsingu til að kanna til hlítar hvort Carbfix aðferðin geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr los­un CO2 frá stór­iðju Ís­lands. Stóriðja ber ábyrgð á 40% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi (að landnýtingu undanskilinni (e. LULUCF)).

Væntanlegt samstarf

Væntanlegt samstarf með iðnaði er í gangi og fyrir Coda Terminal með fyrirtækjum frá Norður-Evrópu og skipafyrirtækjum, sjá nánar hér.

Ráðgjöf

Carbfix býður upp á ráðgjafarþjónustu til iðnaðar sem nær yfir fýsileika, förgun og föngun. Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband.

Carbfix tæknin er ekki takmörkuð við jarðhitageirann. Það er hægt að aðlaga að iðnaði svo sem orku, stáli, sementi, ammoníaki og úrgangi. Þannig gæti innleiðing á aukinni Carbfix tækni í öðrum iðnaðargeirum stuðlað að allt að 60% af markmiðinu um minnkun losunar árið 2030 innan Íslands, auk þess að eiga við erlendis við Carbfix-samhæfðar aðstæður.

Skoðaðu Carbfix Atlasinn til að fá frekari upplýsingar um möguleg svæði.