Hoppa yfir valmynd

26.01.2021

Orca – Föngun beint úr andrúmslofti og förgun tekin á næsta stig

Orca mun setja ný viðmið fyrir hinn nýja kolefnisförgunariðnað með því að veita aðgengilega, 100% mælanlega og varanlega förgun fyrir koldíoxíð (CO2).  

Bygging lofthreinsistöðvarinnar Orca í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði er vel á veg komin. Stöðin mun taka til starfa síðla vors, 2021.

Nýja stöðin sameinar beina CO2 föngun Climeworks og Carbfix tæknina til að breyta CO2 í stein neðanjarðar. Hún mun geta fangað 4.000 tonnum af CO2 á ári hverju. Um er að ræða fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstarfsemi í heiminum sem byggist á tæknilausn.

Orca mun sýna fram á að Climeworks getur 80-faldað föngunargetu sína á CO2 á aðeins 3-4 árum. Climeworks mun halda áfram að auka hraðann við uppskölun og áætlað er að hægt verði að fjarlægja fleiri milljónir tonna af CO2 með beinni loftföngun og förgun fyrir lok þessa áratugar.

Framkvæmdum við Orca má skipta í tvær lotur: Í fyrstu lotu var unnið að innviðum og grunninum fyrir hina nýju tækni, og er henni nú lokið. Í annarri lotu er verið byggja sjálfa stöðina og koma vélbúnaði og tækjum fyrir.

Hér er að finna myndir af framkvæmdasvæðinu, sem sýnir hönnun hins nýja lofthreinsibúnaðar.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.