Hoppa yfir valmynd

Silfurbergs-verkefnið

Aukin umsvif CO2 föngunar og förgunar.

Markmið Silfurbergs-verkefnisins er að byggja nýja lofthreinsistöð sem fangar nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar sem síðan verður dælt niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni, sem gerir starfsemi virkjunarinnar nær sporlausa. Núverandi hreinsistöð á Hellisheiði hefur verið starfrækt frá árinu 2014 þar sem yfir 70 þúsund tonnum af CO2 hafa verið dælt niður. Árlega fangar stöðin um 12 þúsund tonn af CO2 og dælir niður en það samsvarar um þriðjung af CO2 losun Hellisheiðarvirkjunar.

Stærri og öflugri hreinsistöð verður byggð í gegnum Silfurbergs-verkefnið sem fangar 95% af CO2 losun virkjunarinnar.

Skýringarmynd af umsvifum Carbfix á Hellisheiði

Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið. Styrkurinn verður notaður fyrir hönnun og byggingu nýrrar lofthreinistöðvar sem mun fanga 34 þúsund tonnum af CO2 árlega sem annars væri losað út í andrúmsloftið. Stefnt er að gangsetja nýju stöðina árið 2025.

Öruggt og sannað ferli

Carbfix hefur þróað tækni fyrir varanlega bindingu CO2 við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007 í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér  að leysa CO2 í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar.  Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið.

Öruggt og sannað ferli

Carbfix hefur þróað tækni fyrir varanlega bindingu CO2 við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007 í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér  að leysa CO2 í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar.  Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið.

Samdráttur í losun

Niðurstöður verkefnisins munu gagnast til að minnka losun frá öðrum jarðhitavirkjunum, bæði hér á landi og erlendis. Verkefnið sjálft dregur úr losun sem nemur um 10% af 55% samdrætti í losun á CO2 frá orkuframleiðslu og iðnaði sem gert er ráð fyrir í loftslagsáætlun Íslands fyrir árið 2030. Auk þess er mögulegt að beita tækninni til að minnka losun frá annarri iðnaðarstarfsemi á borð við stálver, sementsframleiðslu og brennslu og urðun sorps.

Umhverfismat Hellisheiði

Nánar má finna um umhverfismat Hellsheiðar, makmið og forsendur framkvæmdar ásamt algengum spruningum hér

Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union and Carbfix and ON Power. Neither the European Union nor the granting authority can be held responsible for them.