Hoppa yfir valmynd

Sjálfbærnisstefna

Það er stefna Carbfix þegar kemur að sjálfbærni umhverfisins, samfélagsins og hagkerfisins að:

  • vinna að verndun jarðar með því að stórauka föngun og förgun kolefnis
  • ástunda heiðarlega viðskiptahætti og samþykkja undir engum kringumstæðum nokkurs konar spillingu eða mannréttindabrot
  • stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi sem hvetur til þekkingaröflunar og -miðlunar
  • taka þátt í samstarfsverkefnum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og að vera virkur samfélagsþegn
  • hafa áhrif á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með megináherslu á eftirfarandi markmið:

3: Heilsa og vellíðan

5: Jafnrétti kynjanna

9: Nýsköpun og uppbygging

13: Aðgerðir í loftslagsmálum

17: Samvinna um markmiðin