Hoppa yfir valmynd

Stjórn Carbfix

Gestur Pétursson

Gestur Pétursson er framkvæmdastjóri Veitna. Hann lauk meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Gestur var framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland frá því í árslok 2010 og forstjóri fyrirtækisins síðustu liðlega fimm árin. Í störfum sínum fyrir Elkem Ísland vann hann að innleiðingu og samþættingu nýsköpunar í fyrirtækjamenningu félagsins til að takast á við þau tækifæri sem orkuskiptin í heiminum fela í sér, vöruþróun gagnvart viðskiptavinum og umbótum á kostnaðargrunni verksmiðjunnar á Grundartanga.

Daði Már Kristófersson

Erling Freyr Guðmundsson

Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Hann lagði fyrst stund á rafvirkjun og lauk MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Erling stofnaði Ljósvirkjann, þjónustufyrirtæki við fjarskiptafyrirtæki, árið 1996 og upp úr aldamótum stofnaði hann ásamt öðrum Industria, fyrirtæki sem sérhæfði sig í þjónustu við uppbyggingu ljósleiðarakerfa. Hann rak það fyrirtæki hér á landi frá 2003 og síðan á Bretlandseyjum frá ársbyrjun 2008. Árið 2013 tók Erling við framkvæmdastjórn fjarskipta- og tæknisviðs 365 miðla og starfaði frá miðju ári 2014 sem fjármálastjóri við endurskipulagningu á Hringrás og tengdum félögum. Hann hóf störf hjá OR í ársbyrjun 2015.

Gréta María Grétarsdóttir

Hildigunnur Thorsteinsson

Hildigunnur Thorsteinsson er framkvæmdastjóri Þróunar. Hún lauk prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaraprófi frá MIT árið 2008 á sviði jarðvarma. Hún hefur unnið að jarðhitamálum allt frá 2005 og árið 2009 hóf hún störf hjá Department of Energy í Washington. Hildigunnur var teymisstjóri og hafði umsjón með tugum rannsóknarverkefna sem ýtt var úr vör með átaki Bandaríkjastjórnar á sviði grænnar orku. Hún gekk til liðs við OR árið 2013.