Hoppa yfir valmynd

Stjórn Carbfix

Elín Smáradóttir

Stjórnarformaður

Elín starfar sem yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur en hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1994 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Elín starfaði hjá Skipulagsstofnun á árunum 1994-2003 og síðan hjá Orkustofnun til ársins 2008 þegar hún gekk til liðs við OR.

Daði Már Kristófersson

Daði Már Kristófersson er prófessor í hagfræði og varadeildarforseti við hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist sem doktor í hagfræði frá Norwegian University of Life Sciences (UMB) árið 2005 og starfaði í kjölfarið sem sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Síðar hjá hagfræðideild HÍ og sem stundarkennari, lektor og dósent við sömu deild. Daði er varaformaður Viðreisnar og hefur verið varaþingmaður sama flokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður frá því í desember 2021.

Erling Freyr Guðmundsson

Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans ehf. Hann lagði fyrst stund á rafvirkjun og lauk MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Erling stofnaði Ljósvirkjann, þjónustufyrirtæki við fjarskiptafyrirtæki, árið 1996 og einnig fyrirtækið Industria um aldamótin, sem sérhæfði sig í þjónustu við uppbyggingu ljósleiðarakerfa. Árið 2013 tók Erling við framkvæmdastjórn fjarskipta- og tæknisviðs 365 miðla en hóf svo störf hjá OR í ársbyrjun 2015.

Gréta María Grétarsdóttir

Gréta María er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur lagt áherslu á samfélagsábyrgð. Gréta María útskrifaðist sem verkfræðingur frá Háskóla Íslands og í kjölfarið starfaði hún í fjármálageiranum og upplýsingatæknigeiranum áður en hún fór í smásölugeirann fyrst sem fjármálastjóri Festi og síðar sem framkvæmdastjóri Krónunnar.

Bára Jónsdóttir

Bára Jónsdóttir lögfræðingur hjá OR, lauk lögfræðiprófi (mag.jur.) frá Háskóla Íslands árið 2012 og fékk lögmannsréttindi 2013. Hún starfaði fyrir slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og SPRON frá útskrift til 2014. Þá tók við starf hjá Seðlabanka Íslands þar til hún gekk til liðs við Orkuveitu Reykjavíkur árið 2015. Bára á jafnframt sæti í stjórn Stéttarfélags lögfræðinga.

Ingvi Gunnarsson

Ingvi er forstöðumaður Auðlindastýringar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann er með meistarapróf í jarðfræði frá Háskóla Íslands frá 1999 með jarðefnafræði sem sérsvið. Hann hefur unnið við jarðhitarannsóknir og nýtingu síðan 1997. Fyrst hjá Háskóla Ísland og hjá Orkuveitu Reykjavíkur síðan 2008. Í starfi sínu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur ber hann ábyrgð á ábyrgri nýtingu auðlinda hjá Orku náttúrunnar og Veitum.

Ellen Ýr Aðalsteinsóttir

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastýra Mannauðar og Menningar hjá OR samstæðunni.  Ellen Ýr hefur víðtæka reynslu á sviði mannauðsmála og hefur starfað við mannauðsmál síðan árið 2006. Hún hefur starfað hjá OR samstæðunni síðan 2017 og ber ábyrgð á mannauðsmálum fyrir Veitur, Þjónustu og Fjármál hjá OR.  Hún er með diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.