Hoppa yfir valmynd

Upplýsingatæknistefna

Carbfix lítur á upplýsingatækni sem mikilvægan þátt í að styðja við rekstur fyrirtækisins og nauðsynlegan þátt í virðiskeðju þess. Upplýsingatæknistefna varðar hagnýtingu á upplýsingatækni í starfsemi fyrirtækisins þar sem kerfi, þjónusta og tækninýjungar skulu vera öflug stoð við þau markmið sem fyrirtækið hefur sett sér.

Gagnaöryggi er mikilvægur þáttur í rekstri upplýsingakerfa og er lögð áhersla á áreiðanlegar upplýsingar sem nýttar eru til stýringar, þjónustu og ákvarðanatöku.

Það er stefna Carbfix í upplýsingatækni að:

• kerfi og gögn séu áreiðanleg, aðgengileg og örugg

• heildaryfirsýn á upplýsingatækni sé á einum stað

• rekstur upplýsingatækni sé eins hagkvæmur og kostur er

• notendur upplýsingatækni hafi greiðan aðgang að þjónustu sem taki mið af þörfum þeirra hverju sinni

• styðja við frumkvæði og nýsköpun

Stefnan byggir á gildum og heildarstefnu Carbfix og er sett fram til samræmis við eigendastefnu samstæðu OR.