Hoppa yfir valmynd

Vafrakökur

Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á vafra notenda. Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar til að auðkenna notendur. Notkun á vafrakökum gerir okkur því kleift að veita notendum betri upplifun og stuðla að frekari þróun vefsíðunnar.

Vafrakökur hafa ólíkan tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Þær kökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum hagsmunum okkar, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu sinni og til að stuðla að frekari þróun hennar.

Aðrar vafrakökur eru notaðar t.d. vegna greininga á vefsvæðum, fyrir stillingar á vefsvæðum og markaðssetningu. Notendur þurfa að veita samþykki fyrir notkun á þeim vafrakökum. Vafrakökur hafa einnig ólíkan gildistíma. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er opinn og er eytt þegar honum er lokað en aðrar vafrakökur hafa lengri gildistíma.

Viðvarandi kökur og setukökur

Setukökur (e. session cookies) gerir vefsíðu kleift að muna hvað þú velur er þú ferðast innan síðunnar, algengasta dæmið um þetta er innkaupakarfa á vefsíðum. Þessar kökur eyðast þó um leið og þú ferð af vefsvæði. Viðvarandi kökur (e. persistent cookies) eyðast ekki er notandi fer af vefsvæði, en slíkar kökur hafa almennt þann tilgang að auðvelda aðgang að síðunni.

 

Flokkun eftir útgefanda

Vefkökur frá fyrsta aðila

Vafrakökur geta ýmist verið frá fyrsta aðila eða þriðja aðila, fyrsti aðili í þessu tilviki væri OR og þriðji aðili gæti t.d. verið Google. Vafrakökur frá fyrsta aðila eru geymdar á vefsíðunni sem þú heimsækir. Þessar vafrakökur gera vefsíðu kleift að safna tölfræðilegum upplýsingum, muna tungumál og framkvæma aðrar aðgerðir sem sniðnar eru að notandanum hverju sinni.

Vafrakökur frá þriðja aðila eru almennt gerðar í markaðslegum tilgangi með það að markmiði að sníða auglýsingar sem birtast á vefsíðunni að notanda.

Flokkun eftir virkni

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegar vafrakökur eru þær vafrakökur sem vefsíðunni er nauðsynlegt að styðjast við til að tryggja eðlilega virkni vefsins, öryggi tenginga og að notendur geti framkvæmt grunnaðgerðir. Notkun þeirra er ekki háð samþykki þeirra er heimsækja síðuna, en notkunin byggist á lögmætum hagsmunum OR.

Tölfræðilegar vafrakökur

Þessar vafrakökur hafa þann tilgang að fylgjast með fjölda notenda og skilja hvernig þeir nota vefinn. Þær safna nafnlausum upplýsingum, sem eru einungis notaðar í þeim tilgangi að greina umferð og önnur tölfræðileg atriði á vefnum.

Stillingavafrakökur

Stillingavafrakökur eru notaðar svo að vefsíðan muni stillingar, virkni og hegðun vefsins út frá t.d. tungumáli og staðsetningu notanda. Þær sníða því hvernig vefurinn hagar sér og hvaða stillingar eru notaðar út frá þörfum notanda.