Hoppa yfir valmynd

Coda Terminal

Loftslagsverkefni

Coda, móttöku- og förgunarstöð fyrir CO2 í Straumsvík, verður fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu en þar mun Carbfix tækninni verða beitt til að farga CO2 varanlega. CO2 verður flutt hingað til lands með sérhönnuðum skipum. Jafnframt má farga þar CO2 sem er fangað beint úr andrúmslofti og frá innlendum iðnaði.

Lykilupplýsingar

  • Staðsetning: Straumsvík, Ísland
  • Eignarhald: Carbfix hf.
  • Árleg afkastageta (förgun CO2): 3.000.000 tonn
  • Áætlaður líftími verkefnis: 30 ár
  • Áætlað upphafs starfsemi: 2027
  • Áætluð full uppbygging: 2031

Um verkefnið

Loftslagsverkefnið verður fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu en það mun taka á móti CO2 sem flutt verður hingað til lands frá Evrópu, en jafnframt má farga því CO2 sem fangað er beint úr andrúmslofti frá íslenskum iðnaði. CO2 verður bundið með Carbfix tækninni ​sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Gert er ráð fyrir að um 600 bein og afleidd störf geti skapast við uppbyggingu og rekstur miðstöðvarinnar.

Afhverju Coda Terminal?

Loftslagsmarkmið heimsins munu ekki nást án þess að draga stórlega úr losun koldíoxíðs (CO2). Það felur m.a. í sér föngun á CO2 úr útblæstri og niðurdælingu í hentug jarðlög til að koma í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Stuðla má að auknum árangri í loftslagsaðgerðum með uppbyggingu móttöku- og f0ngunarmiðstöðva fyrir CO2 þar sem aðstæður eru hentugar. Í því felst að skilvirkar flutningsleiðir fyrir CO2 eru byggðar upp með skipun, lögnum og niðurdælingarkerfum.

Tími til stefnu

Náttúruleg leið og nægt geymslurými

Undirbúningur er að hefjast fyrir byggingu Coda Terminal sem verður staðsett í Straumsvík og mun fullbyggð farga allt að 3 milljónum tonna af CO2 árlega. Miðstöðin verður fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu en hún tekur á móti CO2 sem verður flutt hingað til lands frá Evrópu. Gert er ráð fyrir að um 600 bein og afleidd störf geti skapast við uppbyggingu og rekstur miðstöðvarinnar.

Skýringarmynd af fyrirhugaðri uppbyggingu við Straumsvík.

Loftslagsmarkmið heimsins munu ekki nást án umfangsmikillar kolefnisföngunar og -förgunar.

Vistvæn skip

Skipin sem verða notuð við flutninginn eru knúin grænu eldsneyti. Heildarkolefnisspor skipaflutninganna verður því aðeins undir 4% af því CO2 sem verður flutt og fargað.

Kjöraðstæður á Íslandi

Á Íslandi eru kjöraðstæður til varanlegrar og öruggrar kolefnisförgunar með niðurdælingu og bindingu CO2 í bergi.

Ísland í forystuhlutverki

Verkefnið gæti orðið eitt mikilvægasta framlag Íslands í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Umfangsmikil kolefnisförgun

Coda Terminal mun farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári með öruggri og hagkvæmri tæknilausn.

Hér má nálgast einblöðung um Coda Terminal.

Hér má nálgast lógó Coda Terminal.

Algengar spurningar

Almennt

Coda Terminal er móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2). Coda Terminal verður ein af fyrstu slíkum miðstöðvum á heimsvísu. Mikil áhersla er lögð á uppbyggingu slíkra flutningsneta í Evrópu. Þar verður Carbfix tækninni beitt til varanlegrar steinrenningar á CO2 sem flutt verður hingað til lands með sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir grænu eldsneyti. Auk þess má nýta innviði Coda Terminal til að farga CO2 sem er fangað frá innlendri stóriðjustarfsemi og beint úr andrúmslofti með loftsugum.

Innviðir sem byggja þarf upp fyrir starfsemina eru geymslutankar í nágrenni hafnarbakka, lagnir og niðurdælingarholur. Uppbyggingin mun eiga sér stað í skrefum frá 2026 til 2036.

Loftslagsmarkmið heimsins munu ekki nást án þess að draga stórlega úr losun koldíoxíðs (CO2). Það felur m.a. í sér föngun á CO2 úr útblæstri og niðurdælingu í hentug jarðlög til að koma í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Stuðla má að auknum árangri í loftslagsaðgerðum með uppbyggingu móttöku- og förgunarmiðstöðva fyrir CO2  þar sem aðstæður eru hentugar. Í því felst að skilvirkar flutningsleiðir fyrir CO2 eru byggðar upp með skipum, lögnum og niðurdælingarkerfum.

Uppbygging Coda Terminal er uppbygging á grænum þekkingariðnaði með tilheyrandi verðmæta- og atvinnusköpun.

Með uppbyggingu kolefnisförgunarverkefna á borð við Coda Terminal myndi Ísland skipa sér í röð leiðandi þjóða í loftslagsmálum: Við höfum tækifæri til að nýta íslenskt hugvit og einstakar aðstæður hér á landi og bjóða heiminum upp á hagkvæma og varanlega bindingu CO2. Þannig leggjum við mikilvæg lóð á vogarskálarnar öllum til heilla.

Coda Terminal verður byggð í þremur áföngum: Undirbúningur hófst um mitt ár 2021 með forhönnun, samtali við hagsmunaaðila og vinnu við leyfisferla. Stefnt er að rannsóknarborun árið 2023, en áætlað er að hefja rekstur árið 2026. Gert er ráð fyrir að miðstöðin verði fullbyggð árið 2031 og geti þá tekið við og fargað um 3 milljónum tonna af CO2 á ári.

Það hefur ekki verið endanlega ákveðið, en það eru stór svæði í kringum álverið skilgreind sem iðnaðarsvæði og hægt væri að byggja upp niðurdælingarkerfi á þeim, t.d. því svæði sem gert var ráð fyrir að nota undir stækkun álversins, suðaustan við byggingar Rio Tinto í Straumsvík.

Nei alls ekki, áhuginn á svæðinu er tilkominn vegna samspils jarðfræðilegra þátta og þeirra innviða sem eru til staðar vegna álversins. Álverið í Straumsvík gæti svo nýtt sér uppbyggingu niðurdælingarkerfis á svæðinu þegar búið verður að útfæra tæknilausn svo hægt sé að fanga CO2 frá verinu. Þá verður hægt að dæla því niður og steinrenna með öðru CO2.  

Mögulega er hægt að semja um að eitthvað af því CO2 sem verður dælt niður sé talið fram í bókhaldinu hér á landi. Auk þess væri hægt að nýta innviði Coda Terminal og farga CO2- losun frá iðnaði í nágrenni niðurdælingarsvæðisins.

Þá mætti eins og fyrr segir horfa til þess að farga CO2 frá álverinu í Straumsvík. Þó losun þess sé talin fram í ETS kerfinu en ekki kolefnisbókhaldi stjórnvalda myndi förgun CO2 frá því að sjálfsögðu skila sér í minni losun frá Íslandi og stuðla að markmiði um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040.

Carbfix tæknin byggir á náttúrulegri aðferð sem nýtir vatn til að leysa upp CO2 og tryggja örugga niðurdælingu. Kjöraðstæður eru við Straumsvík fyrir starfsemi á borð við Coda Terminal þar sem öflugir grunnvatnsstraumar liggja en þar rennur straumurinn til sjávar og er að mestu leyti ónýttur.

Áætlað er að dæla neðan aðal grunnvatnsstraumsins á um 300-700 m dýpi, þar sem megingeymslugeymirinn liggur. Hámarksmagn vatnsnotkunar verkefnisins er 2.500 L/s en það er miðað við full afköst sem áætlað er að ná árið 2031 og förgunar á þremur milljónum tonna CO2.

Coda Terminal kallar því á mikla vatnsnotkun. Vatnið verður tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík. Því verður síðan öllu skilað aftur ofan í jörðina, á sama svæði en meira dýpi.

Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning er rétt að taka fram að vatnið verður hvorki tekið úr vatnsbólum né úr straumi sem er á leið í vatnsból. Að sjálfsögðu stendur ekki til að verkefnið verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings.

Engu að síður er óumdeilt að þetta kallar á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum, enda er mögulegt að vatnstakan geti haft margvísleg áhrif, eins og réttilega hefur verið bent á. Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti.

Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Coda Terminal verður reist í áföngum yfir margra ára tímabil. Ávallt verður tekið fullt tillit til nýjustu rannsókna, upplýsinga og reynslu af framvindu verkefnisins.

Rétt er að minna á að Carbfix mun á þessu ári hefja tilraunir í Helguvík með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingar á CO2, sem sterkar vísbendingar eru um að sé hægt. Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix tækninnar.

Umhverfið

Það er sama andrúmsloftið á Íslandi og annars staðar í heiminum. Útblástur virðir ekki landamæri og því eiga loftslagsaðgerðir ekki að gera það heldur. Auk þess skrifast stór hluti af kolefnisspori Íslands á framleiðslu á innfluttum vörum frá öðrum löndum. Ísland gæti stuðlað að minnkun CO2 losunar vegna erlendrar framleiðslu á nauðsynlegum hráefnum t.d. stáli og sementi.

Auðveldast og ódýrast er að fanga CO2 úr útblæstri og dæla því niður í nærliggjandi jarðlög. Hinsvegar eru jarðfræðilegar aðstæður fyrir kolefnisbindingu eða -förgun ekki alltaf til staðar. Í þeim tilvikum þarf að fanga koldíoxíðið og flytja það á hentugan stað til niðurdælingar.

Á Íslandi eru kjöraðstæður fyrir varanlega bindingu CO2 í bergi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti og stuðla þannig að uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar. Hægt væri að byggja upp sambærileg verkefni víðar um heim þar sem heppileg berglög eru til staðar. Flutningur á CO2 með skipum, lestum eða lögnum í móttöku og förgunarmiðstöðvar er nauðsynlegur hluti af loftslagsaðgerðum heimsins ef markmið Parísarsamningsins eiga að nást. Ísland getur þannig lagt sitt af mörkum í því stóra verkefni sem er framundan.

Carbfix aðferðin líkir eftir náttúrulegum ferlum sem eiga sér stað í berggrunninum. Í ungu og fersku bergi eru holrými opin og sprungur ófylltar, en með tímanum myndast steindir sem þétta berggrunninn. Carbfix hraðar þessu ferli og nýtir hluta þessara holrýma sem geymslu fyrir steinrunnið CO2 einkum í formi kalsíts, einnar algengustu steindar í íslensku bergi.

Geymslugeta koldíoxíðs í fersku basaltbergi er gríðarlega mikil, en hægt er að geyma yfir 100 kg af CO2 í einum rúmmetra af basalti. Þannig hefur verið áætlað að niðurdæling á um 10.000 tonnum af CO2 á ári síðan 2014 á Hellisheiði hafi nýtt minna en 0,01% af rúmmáli berggrunnsins á svæðinu.

Fyrir öll kolefnisföngunar og -förgunarverkefni er nauðsynlegt að skoða heildarkolefnisspor og gera svokallaða lífsferilsgreiningu til að tryggja að ávinningur verkefnisins sé sem mestur. Það hefur verið gert fyrir Coda Terminal, þar með talið fyrir flutning á CO2 með skipum frá Evrópu.

Skipin sem notuð verða fyrir flutninginn verða knúin grænu eldsneyti. Heildarkolefnisspor skipaflutninganna verður því undir 4% af því CO2 sem verður flutt og fargað.

Eitt af því fyrsta sem var athugað þegar mögulegar staðsetningar fyrir Coda Terminal voru skoðaðar var skjálftavirkni.

Forkönnun á skjálftahættu í nágrenni Straumsvíkur hefur farið fram á vegum ÍSOR, sem komst að þeirri niðurstöðu að hætta á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar á svæðinu sé óveruleg.

Jarðfræðilegar aðstæður í Straumsvík eru mjög ólíkar aðstæðum á Hellisheiði. Mikil jarðskjálftavirkni er á Hellisheiði, enda er svæðið tengt megineldstöð í Hengli auk þess sem Suðurlandsbrotabeltið teygir sig í átt að svæðinu.

Mjög lítil skjálftavirkni er á Straumsvíkursvæðinu. Raunar hefur nær engin skjálftavirkni mælst við Straumsvík síðan 1995 þegar skjálftanet Veðurstofu Íslands var tekið í notkun.

Dæmi eru um örvaða skjálftavirkni á Hellisheiði í tengslum við boranir og niðurdælingu vatns á vegum Hellisheiðarvirkjunar. Þekktasta dæmið var 2011, áður en Carbfix byrjaði að dæla niður CO2. Það var rakið til þess að nýtt niðurdælingarsvæði var tekið mjög bratt í notkun og strax byrjað að dæla niður um 500 lítrum á sekúndu. Vegna þessa eru nýjar holur nú teknar mun hægar í notkun og hefur það skilað árangri.

Engin merki eru um að áhrifin hafi aukist þegar Carbfix kom til sögunnar og hóf að bæta kolsýrðu vatni við það vatn sem Hellisheiðarvirkjun dælir niður.

Hætta á skjálftavirkni minnkar með minnkandi dýpi niðurdælingar. Niðurdælingarholur í Straumsvík verða grynnri en niðurdælingarholur jarðhitavirkjana, eða um 300-700 metrar í stað um 2000-2500 metra.

Skjálftanet hefur þegar verið sett upp á Straumsvíkursvæðinu til að fylgjast með virkni bæði fyrir og eftir niðurdælingu. Netið getur numið smáskjálfta sem eru minni en fólk verður vart við. Starfsemin verður síðan byggð upp í skrefum til að hægt sé að breyta áformum ef svo ólíklega vill til að vart verði við örvaða virkni.

Nei, með því að leysa CO2 í vatni áður en því er dælt niður í jörðina komum við í veg fyrir að það geti lekið aftur upp: Þetta kolsýrða vatn er þyngra en grunnvatnið sem er fyrir í berggrunninum og sekkur því fremur en að rísa aftur til yfirborðs.

Þar að auki leysir kolsýrði vökvinn málma úr berggrunninum sem ganga í efnasamband við CO2 og myndar steindir. CO2 er þannig steinrunnið í berggrunninum um ókomna tíð og þannig er komið í veg fyrir að það hafi áhrif á loftslagið.

Sjálfvirkur vöktunarbúnaður mælir helstu kennistærðir og fylgist með hugsanlegum leka úr kerfum og þannig er komið í veg fyrir langvarandi leka af völdum bilana. CO2 er ekki eitruð lofttegund. Það CO2 sem kann að leka úr kerfum Coda Terminal í rekstri er CO2 sem annars hefði verið losað út í andrúmsloftið en gert er ráð fyrir að þessi leki verði hverfandi þáttur í starfsemi Coda Terminal.

Carbfix tæknin byggir á náttúrulegri aðferð sem nýtir vatn til að leysa upp CO2 og tryggja örugga niðurdælingu. Kjöraðstæður eru við Straumsvík fyrir starfsemi á borð við Coda Terminal þar sem öflugir grunnvatnsstraumar liggja en þar rennur straumurinn til sjávar og er að mestu leyti ónýttur.

Áætlað er að dæla neðan aðal grunnvatnsstraumsins á um 300-700 m dýpi, þar sem megingeymslugeymirinn liggur. Hámarksmagn vatnsnotkunar verkefnisins er 2.500 L/s en það er miðað við full afköst sem áætlað er að ná árið 2031 og förgunar á þremur milljónum tonna CO2.

Coda Terminal kallar því á mikla vatnsnotkun. Vatnið verður tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík. Því verður síðan öllu skilað aftur ofan í jörðina, á sama svæði en meira dýpi.

Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning er rétt að taka fram að vatnið verður hvorki tekið úr vatnsbólum né úr straumi sem er á leið í vatnsból. Að sjálfsögðu stendur ekki til að verkefnið verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings.

Engu að síður er óumdeilt að þetta kallar á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum, enda er mögulegt að vatnstakan geti haft margvísleg áhrif, eins og réttilega hefur verið bent á. Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti.

Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Coda Terminal verður reist í áföngum yfir margra ára tímabil. Ávallt verður tekið fullt tillit til nýjustu rannsókna, upplýsinga og reynslu af framvindu verkefnisins.

Rétt er að minna á að Carbfix mun á þessu ári hefja tilraunir í Helguvík með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingar á CO2, sem sterkar vísbendingar eru um að sé hægt. Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix tækninnar.

Tæknin

Kjöraðstæður eru við Straumsvík fyrir starfsemi á borð við Coda Terminal. Hafnarmannvirki og dreifikerfi raforku eru til staðar auk þess sem öflugir grunnvatnsstraumar og ferskt basaltberg í nágrenni Straumsvíkur henta einkar vel fyrir Carbfix aðferðina. Forkönnun á skjálftahættu hefur þegar farið fram og benda niðurstöður hennar til þess að hætta á finnanlegri skjálftavirkni á svæðinu sé óveruleg. Innviðir sem byggja þarf upp fyrir starfsemina eru geymslutankar í nágrenni hafnarbakka, lagnir og niðurdælingarholur.

Í upphafi væri umfangið 2-3 borholur sem nýtast í tilraunaniðurdælingu. Ef þær gefa góða raun er gert ráð fyrir að byggja upp niðurdælingargetu á allt að 3 milljón tonnum af CO2 í skrefum. Til stendur að hefja rekstur árið 2026 með móttöku- og förgunargetu á 500 þúsund tonnum af CO2. Ef vel tekst til væri hægt að auka þá niðurdælingargetu enn frekar, bæði í Straumsvík og með uppbyggingu á fleiri stöðum á landinu – auk þess sem hægt væri að fara í samskonar uppbyggingu annars staðar í heiminum þar sem fýsilegar jarðfræðilegar aðstæður eru til staðar.

Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or Innovation Fund. Neither the European Union nor the granting authority can be held responsible for them.