Hoppa yfir valmynd

Stjórnskipulag

Carbfix er dótturfyrirtæki OR sem veitir fyrirtækinu stuðning og þjónustu, t.d. við innkaup, bókhald, fjárhags- og áhættustjórnun, lagalega aðstoð, samskipti og markaðsmál, mannauðssmál, upplýsingatækni og aðstoð við viðskiptavini.

Carbfix fylgir stjórnarháttum, heildarstefnu og skipulagi OR í samræmi við eigendastefnu hennar. Stjórnin vinnur í samræmi við siða- og starfsreglur OR samsteypunnar. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins. Hlutverk innra eftirlits (Internal Audit Divisions) er að staðfesta að stjórnun, áhættustjórn og störf yfirmanna séu hagkvæm og skilvirk.

 

Gildin okkar

Gildi Carbfix eru þrjú og eru hin sömu og hjá móðurfyrirtækinu OR. Þau eru leiðarljós í hvernig við nálgumst störfin okkar, móta vinnuumhverfið og fyrirtækjamenninguna.

Gildin eru:

 • Framsýni – loftslagsaðgerðir með varanlegri geymslu CO2 krefst þess að horft sé til lengri tíma þegar kemur að framtíðarsýn, markmiðum og þjónustu.
 • Hagsýni er boðorð hagkvæms reksturs frá degi til dags og fyrir skilvirkni þess að koma á fót varanlegri geymslu fyrir CO2.
 • Heiðarleiki snýr að því hverng starfsfólk kemur fram við viðskiptavini og hvert við annað, hvernig það starfar og tryggir gegnsæi í rekstrinum.

Stefna

Carbfix hefur mótað heildaráætlun í viðskiptum og aðrar stuðningsstefnur sem byggja á fyrirtækjastefnu móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur.

Kjarnastarfsemi: Alþjóðleg ráðgjöf og þjónusta við að draga úr útblæstri og koma á varanlegri geymslu koldíoxíðs með því að breyta því í steindir í basaltbergi ásamt frekari tækniþróun.

Hlutverk: Að tryggja frekari þróun, innleiðingu og uppskölun við föngun og förgun kolefnis með steingervingu, með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna við loftslagsbreytingum.

Sýn: Að Carbfix aðferðin og vörumerkið verði þekkt fyrir mikil gæði og að eiga mikilvægt þátt í loftslagsaðgerðum.

Áherslur í stefnu:

 • Vera leiðtogi á heimsvísu þegar kemur að umhverfisvænni, hagstæðri og varanlegri geymslu á CO2 í bergi.   
 • Skilvirkni og hagkvæmni í rekstri.
 • Skilvirkni og framsækni í rannsókn og nýsköpun og miðlun upplýsinga.
 • Eftirsóknarvert þekkingarfyrirtæki með metnaðarfullu og drífandi teymi.

Stuðningsstefnur gegna lykilhlutverki í að ákvarða forgangsatriði í starfi okkar og leiðbeina okkur í ákvarðanatöku, hegðun og implementation:

 • Stefna í áhættustjórnun
 • Umhverfisstefna
 • Gæðastefna
 • Stefna í vinnuvernd
 • Innkaupastefna
 • Stefna um upplýsingaöryggi
 • Upplýsingatæknistefna (IT)
 • Employment term policy
 • Mannauðsstefna
 • Jafnréttisstefna
 • Siðareglur
 • Sjálfbærnistefna
 • Höfundarréttastefna
 • Stefna um umhverfisvænar samgöngur
 • Öryggisstefna um persónuupplýsingar

Siðareglur

Carbfix er hluti af hnattrænu samkomulagi Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (e. UN Global Compact) í gegnum OR en aðilar að samkomulaginu hafa skuldbundið sig til að fara eftir tíu grunnreglum sem byggja á Mannréttindayfirlýsingu SÞ, yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarviðmið og réttindi til vinnu, Ríóyfirlýsingunni um umhverfi og þróun og samningi SÞ gegn spillingu.

Með markmið Carbfix að leiðarljósi hefur fyrirtækið lagt sérstaklega áherslu á rammasamning SÞ um loftslagbreytingar og gerir þær kröfur til samstarfsaðila sinna að hafa innleitt loftslagsmarkmið út frá Parísarsáttmálanum og að þau gefi reglulega út yfirlit um árangur.

 •  Siðareglur

Vottuð stjórnun

Carbfix hefur fengið vottun fyrir eftirfarandi stjórnunarkerfi:

 • ISO 9001 – Gæðastjórnun
 • ISO 14001 – Umhverfisstjórnun
 • ISO/IEC 27001 – Stjórnun á upplýsingaöryggi
 • ISO 45001 – Vinnueftirlit 
 • ÍST 85 – Jafnlaunavottun